6. fundur 30. júní 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gauti Jónsson formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gauti Jónsson formaður
Dagskrá

1.Girðingar

1508002

Rætt var um það ástand varðandi búfé á vegum í sveitarfélaginu, sem skapast vegna þess að girðingum er ekki haldið við þannig að þær hafi fullt vörslugildi. Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Blönduósbæjar að hlutast verði til um við landeigendur að veggirðingum sé þannig haldið að þær hafi fullt vörslugildi. Verði landeigendur ekki við tilmælum um viðhald girðinga verði sá möguleiki skoðaður að beita ákvæðum girðingarlaga hvað varðar viðhald girðinga. Það er með öllu óviðunandi að búfénaður sem sleppt er í sumarhaga eigi greiða leið á vegsvæði stofn- og tengivega vegna þess að einstaka landeigendur hirða ekki um að halda girðingum sómasamlega við.

2.Gangnatími haustið 2015

1506026

Samþykkt hefur verið að hafa göngur milli Blöndu og Héraðsvatna fyrstu helgina í september. Seinni göngur verði tveimur vikum síðar.

3.Refaveiðar

1508003

Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að samræma verðlaun og tímakaup við refaveiðar við önnur sveitarfélög í sýslunni.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?