8. fundur 31. ágúst 2015 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gerður Beta Jóhannsdóttir formaður
  • Erna Björg Jónmundsdóttir varaformaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir ritari
  • Pawel Mickiewicz aðalmaður
Fundargerð ritaði: Erla Ísafold Sigurðardóttir
Dagskrá

1.Erindisbréf fyrir menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd

1506003

Erindisbréf samþykkt án athugasemda.

2.Göngutímar fyrir aldraða í íþróttahúsi

1508018

Umræða um íþróttir og forvarnarstarf eldri borgara. Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði uppá 1 - 2 tíma í viku í íþróttasal íbúum 60 ára og eldri að kostnaðarlausu.

3.Blönduskóli - skólalóð

1506005

Nefndin fór yfir bréf skólastjórnenda frá 20. júní 2013, þar sem fram koma tillögur frá skóla að bættri skólalóð. Margt hefur komið til framkvæmda en nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera ráð fyrir fjármagni til jarðvegsskipta á skólalóð í næstu fjárhagsáætlun, svo hægt sé að ljúka uppbyggingu leiksvæðis.

4.Bréf frá taflfélagi Blönduós

1507016

Bréf frá taflfélagi Blönduóss lesið yfir, ekki talin ástæða til frekari umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?