46. fundur 10. október 2018 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Fálkagerði 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1810020

Erindi frá Landsneti hf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir uppsetningu spennis með steyptri þró að Fálkagerði 2 ásamt bráðabirgðaaðstöðu fyrir stjórnbúnaðarhús. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem eru lagðir fram af Verkís unnið af Jónasi V. Karlesson, dags 17.09.2018.
Nefndin samþykkir byggingaráfromin þar sem þau falla að deiliskipulagi svæðisins.

2.Fálkagerði 1- Umsókn um byggingarleyfi

1810023

Erindi frá BDC north ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 4 húsum undir gagnaver ásamt þjónustuhúsi. Húsin eru úr límtré klætt með yleiningum á steyptum sökkli. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem eru lagðir fram af Lotu ehf. unnir af Maríu Guðmundsdóttur. Áður hafa verið samþykkt byggingaráform af tveimur húsum.
Nefndin samþykkir byggingaráformin þar sem þau falla að deiliskipulagi svæðisins.

3.Flúðabakki 2B lóðarblað lagt fram

1810022

Skipulagsfulltrúi lagði fram lóðarblað fyrir Flúðabakka 2b unnið af Stoð ehf. dags 01.10.2018. Umrædd lóð er fyrir bílskúra á lóð Flúðabakka 2.
Nefndin samþykkit lóðarblaðið.

4.Húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu

1810021

Erindi frá Félags og skólaþjónustu A-Hún. Lagt er fram frumdrög af afstöðumynd vegna hugmynda um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu sem tæki við hlutverki sambýlisins að Skúlabraut 22. Óskað er eftir skoðunum byggingaryfirvalda Blönduósbæjar á hugmyndum þessum. Meðfylgjandi eru drög af afstöðumynd unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form dags. 18.09.2018.
Nefndin óskar eftir að skipulagsfulltrúi fái frekari upplýsingar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

5.Krafa um bætt umferðaröryggi á Hólabraut

1810014

Byggðaráð vísar málinu til nefndarinnar og óskar eftir að það verði skoðað nánar.
Nefndin ræddi málið og tekur undir mikilvægi þess að bæta úr umferðaröryggi á Hólabrautinni. Afgreiðslu er frestað og byggingarfulltrúa falið að leggja fram frekari gögn á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?