51. fundur 06. febrúar 2019 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Enni - Umsókn um stofnun lóðar

1902006

Erindi frá Blönduósbæ, umsókn um stofnun á nýrri lóð út úr jörðinni Enni nr. 145418. Ný lóð verður 1,52 ha og fær nafnið Enni 1. Hnitsettur afstöðuuppdráttur fylgir umsókninni gerður af Stoð verkfræðistofu, dags 6.febrúar 2019. Á nýrri lóð stendur einbýlishús byggt árið 1980 með fastanr. 213-8324 merking 13-0101, fjárhús með áburðarkjallara byggt 1969 með fastanr. 213-8324 merking 12-0101, fjárhús byggt 1954 með fastanr. 2138324 merking 06-0101, hlaða byggð 1929 með fastanr. 2138324 merking 08-0101 og hlaða byggð 1955 með fastanr. 213-8324 merking 09-0101. Hlunnindi munu tilheyra jörðinni sem og lögbýlisréttur eins og verið hefur.
Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar.

2.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Lögð er fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi á íbúðarsvæði norðan leikskóla og sunnan Ennisbrautar á Blönduósi. Meðfylgjandi er tillagan sem samanstendur að greinargerð og skipulagsuppdrætti unnin af Landmótun dags. 14. janúar.
Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar og að sérstök kynning á tillögunni verði 20. febrúar nk. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur til að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

3.Fálkagerði - Umsókn um skipulag

1902007

Erindi frá Blönduósbæ og BDC North ehf, óskað er eftir minniháttar breytingu á deiliskipulaginu við Fálkagerði. Lóðarmörk og byggingarreitir lóða nr. 2,4,6 og 8 er hliðrað til austurs um 5 metra. Lóðir 4,6 og 8 og byggingarreitir þeirra minnka við þetta og verða lóðirnar 5725 m2. Lóð fyrir dreifistöð rafveitu er bætt inn á lóð nr. 4 á uppdrætti. Lóðin er 58m2 að stærð og fær númerið 4b. Minnkar lóð 4 sem þessu nemur og verður eftir breytingar 5.667 m2. Byggingarreitur á lóð 1 er stækkaður á suð-vestur hlið til að koma fyrir tengivirki sem verður 68 m2 að stærð. Staðsetning aðkomuvegar að lóð 1 er breytt lítillega, hún færist suður um tæplega 10 metra vegna staðsetningar tengivirkis á lóð.
Nefndin telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem heildarbyggingarmagn á lóðunum mun ekki aukast. Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytinguna. Grenndarkynningin nái til fasteignareigenda og lóðarhafa við Fálkagerði. Kostnaður vegna skipulagsbreytinga er greiddur af umsækjendum um breytinguna.

4.Fálkagerði 1- Umsókn um byggingarleyfi

1810023

Erindi frá BDC North ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir rofahúsi mhl 09 við gagnaverið að Fálkagerði 1. Húsið er á forsteyptum undirstöðum sem liggur yfir lagnagryfju. Þak og veggir eru úr kæddum Alu Zink plötum að utan og innan. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem eru lagðir fram af Lotu ehf. unnir af Maríu Guðmundsdóttur. Áður hafa verið samþykkt byggingaráform af 6 húsum fyrir tölvur, tengigangi og þjónstuhúsi.
Nefndin samþykkir byggingaráformin að undangenginni deiliskipulagsbreytingu.

5.Gamli bærinn deiliskipulag.

1810030

Umræður um deiliskipulag í Gamla bænum.
Fyrirhugaður er íbúafundur 20. febrúar nk. um vinnu við deiliskipulag gamla bæjarins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?