53. fundur 11. mars 2019 kl. 16:00 - 16:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar

1903009

Tekið er fyrir aðalskipulagsbreyting vegna nýrra íbúðalóða svæðum A,B og C. Meðfylgjandi er greinargerð gerð af Landmótun.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030, með þeim rökstuðningi sem settur er fram í greinargerð með breytingunni skv. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

2.Melabraut 19 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1903010

Erindi frá Sigurði Þorkelssyni.Umsókn um tilkynnta framkvæmd, undanþegna byggingarleyfi. Sótt erum um leyfi skv. c. lið 2.3.5.byggingarreglugerðarinnar nr. 112/2012 til að setja uppstólað einhalla þak á bílskúr og endurnýja glugga með breyttu útliti í íbúðarhúsi, skv. meðfylgjandi teikningu nr. 190208-BM 19001 gerðri hjá Ráðbarði sf. af Bjarna Þór Einarssyni byggingartæknifræðingi. Rúmmál matshluta 01 breytist ekki en rúmmál matshluta 02 eykst um lokað þakrými og fylgir því ný skráningartafla fyrir matshluta 02.
AMS víkur af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

3.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Lögð er fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi á íbúðarsvæði norðan leikskóla og sunnan Ennisbrautar á Blönduósi. Meðfylgjandi er tillagan sem samanstendur að greinargerð og skipulagsuppdrætti unnin af Landmótun dags. 12. febrúar 2019.
Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar. Kynning á tillögunni fór fram 20. febrúar síðastliðinn. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða deiliskipulagstillögunnu er gerð óveruleg breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.
Nefndin leggur til að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22

1903003F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?