63. fundur 13. maí 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Húnabraut 26 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2004027

Erindi frá Bjarna Þór Einarssyni hönnunarstjóra f.h. Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga um tilkynnta framkvæmd er varðar breytingar á húsnæði Tónlistarskólans. Meðfylgjandi er greinargerð ásamt aðaluppdrætti dagsettum þann 20.12.2019.
Nefndin samþykkir áformin.

2.Blöndubakki - Umsókn, fyrispurn um byggingarleyfi

2004025

Erindi frá Kristínu Ásgerði Blöndal er varðar umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi á tveimur smáhýsum í landi Blöndubakka lnr. 145410. Meðfylgjandi er umsókn ásamt teikningu og staðsetningu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, enda samræmist það aðalskipulagi Blönduósbæjar.

3.Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar og breyting á deilskipulagi Urðun og efndistaka í landi Sölvabakka

2005005

Lögð er fyrir skipulags- og matslýsing á breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna legur Þverárfjallsvegar, nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis og breyting á deiliskipulagi Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.
Nefndin samþykkir skipulags- og matslýsinguna. Skipulagsfulltrúa er falið að leita umsagna og auglýsa lýsinguna í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

4.Gönguleiðir

2004017

Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin hefur gert tillögu að forgangsröðun á lagfæringum á göngustígum í sveitarfélaginu fyrir sumarið, samkvæmt fjárhagsáætlun 2020.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir hvernig hægt er að gera gönguleiðir aðgengilegar fyrir almenning á vefsíðu sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að gerð verði úttekt á gönguleiðum og göngustígum sem hægt er að vinna eftir fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.
Nefndin felur tæknideild að setja færanlega umferðareyju á Holtabraut yfir sumartímann til að hægja á umferð við Heiðarbraut.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?