64. fundur 08. júní 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Gamli bærinn deiliskipulag.

1810030

Fyrir fundinum lágu drög að deiliskipulaginu í Gamla bænum.
Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara drögin og að lóðarhöfum verði boðið að mæta á fund með skipulagsráðgjöfum og skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa fundartíma.

2.Urðunarstaður Stekkjarvíkur, aukin urðun, landmótun og rekstur brennsluofns, Blönduósbæ - beiðni um umsögn

2006008

Erindi frá Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn vegna frummatsskýrlu um urðunarstaðinn í Stekkjarvík, aukin urðun, landmótun og rekstur brennsluofns. Meðfylgjandi er frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.
Nefndin telur að frummatsskýrslan lýsi fyrirhugaðri framkvæmd á fullnægjandi hátt og taki á þeim þáttum sem þarf. Unnið er að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna framkævmdarinnar. Sækja þarf um byggingar- og framkvæmdarleyfi þegar kemur að framkvæmdum.

3.1238 Baráttan um Ísland - Ósk um leyfi til þess að setja upp skilti

2006007

Erindi frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni f.h. 1238: Baráttan um Ísland. Ósk um leyfi til að setja upp skilti við gatnamót Skagastrandarvegar og þjóðvegar 1.
Nefndin samþykkir bráðabirgðastaðsetningu á skilti og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið með bréfritara.

4.Gáma- og geymslusvæði

1906023

Lagðar eru fram reglur og gjaldskrá vegna gáma- og geymslusvæðis á Skúlahorni
Nefndin samþykkir reglur svæðisins en vísar gjaldskrárhlutanum til ákvörðunar byggðarráðs.

5.Skúlabraut 4 - fyrirspurn um byggingu

2006013

Erindi frá Jóhönnu Magnúsdóttur eiganda Skúlabrautar 4. Fyrispurn um byggingu bílskúrs. Meðfylgjandi er umsókn og teikning gerð af Stefáni Árnasyni byggingatæknifræðingi.
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynna skal framkvæmdina fyrir Smárabraut 3 og 5. Blönduósbær er eigandi að lóðinni Skúlabraut 6-8.

6.Kirkjugarður - Umsókn um byggingarleyfi

2006014

Erindi frá stjórn Blönduóskirkjugarðs um byggingarleyfi fyrir 23,11 fm. aðstöðuhúsi. Meðfylgjandi eru teikningar og aðaluppdrættir gerðir af Guðbjarti Á. Ólafssyni byggingatæknifræðingi dags. 01.06.20
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grendarkynningu sem nái til lóðarhafa að Garðabyggð 1-12 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá lóðarmálum að næstu lóðum.

7.Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar.

2005005

Lögð eru fram drög af tillögu að aðalskipulagsbreytingunni ásamt umsögnum frá umsagnaraðilum.
Nefndin fór yfir umsagnirnar og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillöguna í samræmi við þær. Í framhaldi af því skal skipulagsfulltrúi kynna tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?