77. fundur 13. desember 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon F.h. formanns
Dagskrá

1.Urðarbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi

2111012

Erindi frá Kristjáni Ásgeirssyni Blöndal og Arnrúnu Báru Finnsdóttur. Umsókn um byggingarleyfi fyrir að breyta þaki á bílageymslu úr einhalla portþaki í risþak með svipuðum halla og mhl 01. Að loka gluggum austurhliðar og gönguhurð á vesturhlið. Einangra og klæða bílskúrinn að utan með steinflísum.
Meðfylgjandi eru teikningar gerðar af Guðbjarti Á. Ólafssyni dags. 30.09.2021.
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Hlíðarbraut 2 og 4 og Urðarbraut 2-4.

2.Dælustöð - Umsókn um lóð

2112004

Erindi frá Blönduósbæ. Umsókn um lóð fyrir dælustöð, lóðin er 144m2 að stærð og mun vera við Svínvetningabraut til móts við Flúðabakka 2. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Atla Gunnari Arnórssyni hjá Stoð verkfræðistofu dags. 12.11.2021.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu á lóðinni. Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins, grenndarkynna þarf þá breytingu fyrir Flúðabakka 2 þegar uppdrættir liggja fyrir.

3.Reið- og gönguleiðir við Miðholt

2112003

Erindi frá Blönduósbæ. Lagður er fyrir uppdráttur að gerð og legu reiðleiðar og gönguleiða vegna Miðholts. Um er að ræða reiðleið sem fer sneiðir hjá nýju byggingarsvæði á Miðholti og gönguleiðum við svæðið. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Atla Gunnari Arnórssyni hjá Stoð verkfræðistofu dags. 29.11.2021.
Nefndin samþykkir göngu- og reiðleiðirnar fyrir sitt leiti, málið hefur verið unnið í samráði við reiðveganefnd hestamannafélagsins Neista og mun endanleg útfærsla verða unnin í samráði við hana.

4.Norðurlandsvegur 3b Umsókn um niðurrif á húsi

2112001

Erindi frá Ósverk. Umsókn um að rífa og fjarlægja iðnaðarhús að Norðurlandsvegi 3B.
Nefndin samþykkir niðurrifið.

5.Norðurlandsvegur 3 og 3b Umsókn um sameiningu lóða

2112002

Erindi frá Festi og Ósverk. Umsókn um að sameina lóðirnar að Norðurlandsvegi 3 og 3b. Einnig er óskað eftir að tenging inn að lóð 3b verði bætt við sameinaða lóð. Ný sameinuð lóð verður skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð og beri nafnið Norðurlandsvegur 3. Lóðarhafi mun leita samstarfs aðliggjandi lóðarhafa með það fyrir augum að koma á tenginu milli lóðanna fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Áform um lóðina eftir breytingu er að auka þjónustu við akandi vegfarendur, stækka aðstöðu fyrir bíla þ.m.t. stóra bíla sem eiga leið um Þjóðveg 1. Bílastæðum er fjölgað, bæði fyrir hefðbundnar bifreiðar og stærri bíla. Komið er fyrir 170m2 byggingarreit norðan við núverandi þjónustubyggingu sem tengjast mun núverandi húsnæði. Meðfylgjandi eru tillöguppddrættir gerðir af G. Oddi Víðissyni arkitekt.
Umræddar lóðir eru á svæði V1 skv. aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Nefndin samþykkir sameiningu lóðanna. Nefndin telur rétt að innakstur að baklóð falli inn í nýja sameinaða lóð gegn því að göngu- og hjólaleið frá Melabraut og á milli lóða verði tryggð á nýrri lóð. Nefndin vísar lóðarstækkun til byggðarráðs til afgreiðslu. Þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir þarf að taka erindið fyrir nefndina aftur og genndarkynna hugmyndina eða deiliskipuleggja svæðið, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í sámráði við umsækjanda.

6.Mýrarbraut 17 - Umsókn um byggingarleyfi

2111018

Erindi frá Elísabet Jónsdóttur. Umsókn um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsinu að Mýrarbraut 17. Um er að ræða breytingar innanhúss og færa aðalinngang hússins.
Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni dags. 20.10.2021.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

7.Húnabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi

1906020

Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsasamstæðu á lóð nr. 4 við Húnabraut á Blönduósi. Um er að ræða uppfærðar teikningar sem áður höfðu verið samþykktar á fundi nefndarinnar 4. september 2019. Breytingar verða þær að tengigangur anddyri stækkar og innra skipulagi er breytt. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu, gerðir af Þórði Karli Gunnarssyni dags. 30.11.2021.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

8.Smárabraut 18-20 - Umsókn um byggingarleyfi

2112005

Erindi frá Blöndu ehf. Umsókn um byggingarleyfi á nýju parhúsi að Smárabraut 18-20, húsið úr timbri á steyptum sökkli. Hvor íbúð er 150m2 og bílskúr fylgir hvorri íbúð. Umsókninni fylgir uppdráttur gerður af Guðbjarti Á. Ólafssyni, nr. 101-103 dags. 22. nóvember 2021.
ZAL vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara með grenndarkynningu. Grenndarkynna þarf óverulega breytingu á deiliskipulaginu þar sem byggingarmagn er ekki að aukast.
Grenndarkynna skal bygginguna fyrir eftirfarandi húsum Smárabraut 19-27 og Sunnubraut 21-25.

9.Umsókn um lóð

2112015

Erindi frá Vistbyggð ehf. Óskað er eftir viðræðum við Blönduósbæ um lóðir fyrir byggingu á íbúðareiningum, í formi raðhúsa eða fjölbýlis, sem ætluð eru fyrir eldra fólk. Horft er til svæðisins við Flúðabakka. Um er að ræða eitt hús með 8 íbúðum, húsin verða hönnuð og byggð með vistvænum formerkjum. Við hönnun húsanna verður horft sérstaklega til þess að þörfum eldra fólks verðir mætt í sem ríkustum mæli, t.d. er varðar aðgengi, lýsingu, hljóðvist og loftun, en allir þessir þættir vega þungt ef skapa á heilnæmt og vandað húsnæði.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Svæðið við Flúðabakka er ekki deiliskipulagt og þarf að gera deiliskipulag eða grenndarkynna byggingaráform þegar þau liggja fyrir, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með umsækjanda. Erindinu vísað til byggðarráðs.

10.Yfirferð á skipulags- og byggingarmálum

2112006

Farið yfir samstarfssamning um skipulags- og byggingarmál milli Blönduósbæjar, Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar.
Valdimar O Hermansson mætti á fundinn undir þessum lið. Kynnt voru drög sveitarfélaganna að samstarfssamning um skipulags- og byggingarmál. Um er að ræða ný embætti þar sem skipulagsfulltrúi verður staðsettur í Húnaþingi vestra með starfsstöð á Hvammstanga og byggingarfulltrúi verður staðsettur á Blönduósi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?