80. fundur 04. maí 2022 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Zophonías Ari Lárusson formaður
 • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  Aðalmaður: Arnrún Bára Finnsdóttir
 • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
 • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  Aðalmaður: Jón Örn Stefánsson
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
 • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon
Dagskrá

1.Norðurlandsvegur 3 og 3b. Umsókn um sameiningu og breytingar á lóð.

2112002

Umsókn frá Festi. Umsókn um að breytingar á lóðarskipulagi á lóðunum að Norðurlandsvegi 3 og 3b.
Lóðirnar verða sameinaðar skv. ákvörðun nefndarinnar 13. desember 2021. Um er að ræða að lóðinn verði skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð og beri heitið Norðurlandsvegur 3. Áform um lóðina eftir breytingu er að auka þjónustu við akandi vegfarendur, stækka aðstöðu fyrir bíla þ.m.t. stóra bíla sem eiga leið um Þjóðveg 1. Bílastæðum er fjölgað, bæði fyrir hefðbundnar bifreiðar og stærri bíla. Komið er fyrir 170m2 byggingarreit norðan við núverandi þjónustubyggingu sem tengjast mun núverandi húsnæði. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af G. Oddi Víðissyni arkitekt ásamt minnisblaði. Málið var á dagskrá nefndarinar þann 23.mars 2022.
AMS vék af fundi undir þessum lið. ZAL og ALE gerðu grein fyrir hugsanlegu vanhæfi sínu sem borið var undir atkvæði nefndarinnar. Allir nefndarmenn telja að ZAL og ALE séu hæfir til að fjalla um málið.

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 23.03.2022 var lagt til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum skv. 2 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Norðurlandsvegur 2 og 4 ásamt Melabraut 1-25.
Athugasemdir bárust frá íbúum og eigendum Melabrautar 1 - 25, frá Húnabúð-Norðurlandsvegi 4 og eiganda Norðurlandsvegar 2.

Vegna fjölda athugasemda sem bárust á auglýstum tíma leggur nefndin til við sveitarstjórn að farið verður í deiliskipulagsvinnu fyrir Norðulandsveg 1 til 4 og Efstubrautar 1. Í þeirri vinnu verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram í grenndarkynningunni.

2.Brimslóð 10c Umsókn um byggingarleyfi

2203015

Erindi frá Brimslóð ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að stækka og breyta húsnæðinu að Brimslóð 10C. Í húsnæðinu verður kaffihús/bistro með veitingareldhúsi og afgreiðslu ásamt salernum. Stækkunin er um 40m2 að stærð. Meðfylgjandi gögn eru fyrirspurnarteikningar unnar af Magnúsi Frey hjá Stoð verkfræðistofu dags 15.mars 2022. Málið var á dagskrá nefndarinar þann 23.mars 2022.
Zal vék af fundi undir þessum lið.

Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar þann 23.03.2022 var lagt til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Brimslóð 10b, 12 og 14, Aðalgata 6 og 8 og gamla kirkjan. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis á húsnæði að Brimslóð 10C.

3.Svæði vegna skógræktar við keppnisvöll Neista

2204023

Hestamannafélagið Neisti sækir um heimild til að gróðursetja tré umhverfis reiðvöllinn í Kleifarnámu. Gróðusetning á svæðinu snýr að Svínvetningabraut og unnin í samráði við Vegagerðina.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir gróðusetningu trjáa við völl félagsins í Kleifanámu með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar. Vinna skal verkið í samráði við tæknideild.

4.Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar

1903009

Lýsingartillaga hefur verið auglýst sbr. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga vegna fjölgun íbúða á íbúðasvæðinu A og C, úr 18 í allt að 24 á svæði C og á svæði A úr 21 í allt að 40 íbúðir.
Fjöldi íbúða fer úr 134 í allt að 159 íbúðir á skipulagssvæðinu.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingin verði auglýst sbr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gerð er breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 sem staðfest var þann 25.05.2012. Um er
að ræða breytingu á texta í greinargerð, kafla 4.1.1 Íbúðarsvæði. Tafla 4-2 Íbúðarsvæði í Blönduósbæ er leiðrétt er kemur að leyfilegum fjölda íbúða á svæðum A, B, C og D. Í töflunni er vísað í deiliskipulagsáætlanir sem aldrei tóku gildi og tillögu að deiliskipulagi sem aldrei var samþykkt. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og heimilar auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut á Blönduósi.

1810031

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð Fjallabraut , Lækjarbraut og Holtabraut á Blönduósi. Svæðið tekur til íbúðarsvæðiðs sem skilgreint er sem A, B og C svæði í aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 og verður nyrsti hluti íbúðarbyggðar í þéttbýlinu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingar á aðalskipulagi Blönduós 2010-2030 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Dælustöð - Umsókn um byggingarleyfi.

2112004

Erindi frá Blönduósbæ, ósk um byggingarleyfi fyrir dæluhúsi við Svínvetningabraut. Húsið er 25,2m2 að stærð byggt úr timbri á steyptum sökkli. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Atla Gunnari Arnórssyni hjá Stoð verkfræðistofu dags. 1. maí 2022.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir 25.5m² dæluhúsi fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar eru Flúðabakki 2.

7.Umhverfismál

2205009

Umhverfismál
Rætt var um umgengni og ásýnd lóða og opinna svæða í bænum. Nefndin hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til þess að huga að nærumhverfi sínu, til að gera ásýnd bæjarins betri.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?