10. fundur 14. júlí 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Ljósleiðari - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1606006

2.Önnur mál

1506021

3.Blöndubyggð 3 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1611024

4.Urðarbraut 22 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1609026

Erindi frá Zohoníasi Ara Lárussyni um tilkynnta framkvæmd við útlitsbreytingu á húsinu að Urðarbraut 22. Umsókninni fylgir teikning gerð af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi í verki númer 2016-42 dagsett 23.9.2016.
Nefndin samþykkir útlitsbreytinguna.

5.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

6.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

7.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskupulag

1609001

8.Stekkjarvík - Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi.

1703021

9.Blöndubyggð 9-Umsókn um byggingarleyfi-Uppsetning á skiltum

1703019

10.Norðurlandsvegur 3-Umsókn um byggingarleyfi-hlaða fyrir rafbíla

1703018

11.Fyrirspurn-Nýtt iðnaðarhús við Húnabæ

1703022

12.Ámundakinn ehf. - Umsókn um lóð

1611001

Umsókn um lóð ofan Hnjúkabyggðar 32

13.Efstabraut 1 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1703023

14.RARIK - FELLSLÍNA - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1703027

15.Deiliskipulag - Sölvabakki - Urðun og efnistaka

1501029

Deiliskipulag fyrir urðun og efnistöku í landi Sölvabakka var auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. maí sl. Deiliskipulagstillaga frá 2011, Sölvabakki- urðun og efnistaka, hlaut ekki lokaafgreiðslu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og tók því ekki formlega gildi. Því er deiliskipulagstillagan endurauglýst sem nýtt deiliskipulag. Breyting frá áður auglýstu deiliskipulagi er að byggingareitur B fyrir þjónustuhús og vélageymslu er stækkaður úr 16.016 m2 í 22.627 m2 og bætt er við byggingarreit C fyrir vélaskemmu samtals 14.152 m2. Athugasemdafresti lauk þann 24. júní sl. Engar athugasemdir bárust en Umhverfisstofnu og Minjastofnun Íslands gera umsagnir þar sem engar athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagið óbreytt.

16.Brimslóð 10A. Umsókn um breytta notkun.

1503014

Byggingarfulltrúi óskaði eftir leiðsögn Mannvirkjastofnunar um meðferð þessa máls, þar sem byggingarleyfisskyldar breytingar og úttektarskykdar framkvæmdir hafa verið unnar án byggingarleyfis og úttekta. Bréf byggingarfulltrúa og svar Mannvirkjastofnunar lagt fram til kynningar.
Byggingarfulltrúi fór yfir svör Mannvirkjastofnunar og málsmeðferð vegna framkvæmda við Brimslóð 10A.

17.Mýrarbraut 23

1506031

Afturköllun á úthlutun lóðarinnar að Hnjúkabyggð 34 á Blönduósi til Mýrarbrautar 23 ehf. og frestur til að fjarlægja lausafé af lóðinni. Með bréfi dags. 5. júní sl. afturkallaði byggingarfulltrúi, fyrir hönd Blönduósbæjar, úthlutun á lóðinni Hnjúkabyggð 34 til Mýrarbrautar 23 ehf. Var það gert á grundvelli 2. mgr. 9. gr. samþykkta um gatnagerðargjald í þéttbýli Blönduósbæjar. Einnig var í sama bréfi veittur frestur til 22. júní sl. til að fjarlægja lausafé af lóðinni sem stendur þar án leyfis. Með bréfi dags 19. júní sl. mótmælir Jón Bjarni Kristjánsson, hdl. málsmeðferð harðlega og skorar á byggðarráð að afturkalla ákvörðun sína og á byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdum. Með bréfi dags. 23. júní sl var Mýrarbraut 23 ehf. tilkynnt að lausafjármunir yrðu fjarlægðir af lóðinni þann 30. júní. 29. júní óskaði fyrrnefndur lögmaður eftir fresti á boðuðum aðgerðum og var hann veittur til 14. júlí 2015.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar samþykkir afturköllun lóðarinnar fyrir sitt leyti og að málinu verði fylgt eftir.

18.Umsókn um uppsetningu á skilti

1506032

Bæjarblómið og Húnabúð sækja um byggingarleyfi til að setja upp sameiginlegt skilti á horni Húnabrautar og þjóðvegar nr. 1, til vara vestan við brúna yfir Blöndu. Fyrirhugað skilti er 180 cm breitt og 250 cm hátt. Þrjár myndir sem áformað er að verði á skiltinu fylgja umsókninni.
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hafnar erindinu. Nefndin samþykkir að fara yfir leyfi fyrir skiltum á lóðinni að Húnabraut 2A.

19.Urðarbraut 1 - Breyting á gluggum

1507002

Erindi frá Kristjáni Blöndal, umsókn um byggingarleyfi til að breyta gluggum hússins að Urðarbraut 1 á Blönduósi. Umsókninni fylgir riss af fyrirhuguðum breytingum á gamla teikningu af húsinu.
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd Blönduósbæjar tekur jákvætt í erindið enda verði lagðar fram fullnægjandi hönnunargögn.

20.Sturluhóll - Umsókn um byggingarleyfi

1507003

Erindi frá Atla Þór Gunnarssyni, umsókn um byggingarleyfi til að einangra og klæða íbúðarhúsið að Sturluhóli að utan. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu, gerður af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi. Húsið verður einangrað með 100 mm steinull og klætt utan með bárujárni (Aluzink).
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar samþykkir byggingaráformin.

21.Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar

1507005

Blönduósbær veitir árlega umhverfisverðlaun sem hvatningu til íbúa og fyrirtækja sem staðið hafa sig vel að úrbótum og fegrun í umhverfinu.
Nefndin samþykkti að skoða garða og umhverfi í sveitarfélaginu og koma með tilnefningar til umhverfisverðlauna ársins 2015.
Nefndarmenn eru beðnir að undirbúa tilnefningar til umhverfisverðlauna fyrir fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?