22. fundur 08. mars 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 52

1602003F

Fundargerð 52. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1,3, 1.4 og 1.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • 1.1 1602015 Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

  Lagt fram til kynningar.
 • 1.2 1602001 Erindi frá Sigurlaugu G.I. Gísladóttur
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Sigurlaug G.I. Gísladóttir óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn um að hýsa og reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Blönduósi.

  Byggðaráð þakkar sýndan áhuga og upplýsir um leið að undirbúningur er þegar hafinn að uppsetningu upplýsingamiðstöðvar í Héraðsbókasafninu á Blönduósi.
 • 1.3 1602016 Styrkumsókn frá Selmu Svavarsdóttur
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Undirbúningshópur um heimavinnslu matvæla óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu til að mæta kostnaði við að halda fund um málefnið. Kostnaðurinn felst aðallega í að fá Óla Þór Hilmarsson, sérfræðing hjá Matís og Þorstein R. Þorsteinsson bónda í Vallakoti í S-Þingeyjarsýslu til að mæta á fundinn og halda framsögu um heimavinnslu matvæla.

  Byggðaráð samþykkir kr. 30.000. Fært af lið 0589-9991.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðaráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2016 með 7 atkvæðum.
 • 1.4 1602019 Viðauki við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Sveitarfélögin sem eiga Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hafa gert með sér þjónustusamning um fyrirkomulag á rekstri safnsins sem tók gildi í upphafi árs 2015. Eldra uppgjör vegna safnsins er ólokið og eru eftirstöðvar sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu samtals 1.723.762, og þar af er hlutur Blönduósbæjar kr. 797.078.

  Byggðaráð samþykkir að leggja það til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna uppgjörs á eldri skuld við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
  Viðauki að upphæð kr.797.078 færist á rekstrarlið 0534-9611. Fjármagnað með eigin fé.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðaráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2016 með 7 atkvæðum.
 • 1.5 1602018 Sýslumaðurinn á Blönduósi - afskriftarbeiðni
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur óskað eftir afskriftum á óuppgerðum gjöldum einstaklinga við Blönduósi.

  Fært í trúnaðarbók.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar byggðaráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2016 með 7 atkvæðum.
 • 1.6 1506021 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 52 Engin önnur mál.

2.Tækifæri - Hlutabréf í Tækifæri hf.

1602006

3.Björn Líndal, framkvæmdastjóri SSNV mætir á fundinn.

1603001

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?