57. fundur 14. ágúst 2018 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 118

1807006F

Fundargerð 118. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.2, 1.3, 1.4 þarfnast séstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 118 Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók.
    Afgreiðslu viðauka frestað
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 118 Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 11. júlí sl. að úthluta Stíganda ehf. lóðirnar Sunnubraut 19 og 21 fyrir parhús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Stíganda ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 118 Stígandi ehf. sækir um að byggingarlóðir á Smárabraut 18 og 21 og að þær verði sameinaðar í eina lóð fyrir parhús-eða raðhús.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 11. júlí sl. að úthluta Stíganda ehf. lóðirnar Sunnubraut 18 og 21 fyrir parhús eða raðhús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Stíganda ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 118 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 10

1807005F

Fundargerð 10. fundar jafnréttisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 2.1 1807023 Kosningar
    Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 10 Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

    Fram kom tillaga um Lee Ann Maginnis sem formann, Birnu Ágústsdóttur sem varaformann og Atla Einarsson sem ritara.

    Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

    Valgarður Hilmarsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynnningar.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 10 Jafnréttisnefnd hóf vinnu við gerð jafnréttisáætlunar Blönduósbæjar fyrir árin 2018-2022. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 10 Erindisbréf fyrir jafnréttisnefnd lagt fram til kynningar.

    Nefndin felur formanni að gera drög að þeim breytingum sem nefndin telur nauðsynlegar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 10 Nefndin fór yfir efni bréfsins og þær skyldur sem hvíla á sveitarfélögum hvað varðar jafnréttismál.

    Í bréfinu kemur fram að næsti samráðsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verði haldinn í Mosfellsbæ 20. september nk.
    Nefndin leggur til að Blönduósbær sendi fulltrúa sinn á fundinn.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44

1808004F

Fundargerð 44. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 57. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 3.2, 3.3, 3.5, 3.6 þarfnast séstakrar afgreiðslu, fundargerðin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með óverulegi breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðunum verði breytt úr 2 einbýlishúsalóðum í eina raðhúsalóð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Mýrarbraut 23 ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
    Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin telur að lítið parhús geti rúmast á lóðinni en tekur ekki frekari afstöðu til erindisins fyrr en gögn liggja fyrir. Öll byggingaráform á lóðinni þarf að grendarkynna Nefndin vísar afgreiðslunni til byggðaráðs. Nefndin vekur athygli á að úthlutunarreglur um ívilanir vegna gatnagerðagjalda miða við að lögaðilar fái að hámarki 2 lóðir samkvæmt þeim reglum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin samþykkir áformin fyrir sitt leiti. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá því að breytingin sé grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi greiðir allan kostnað við deiliskipulagsbreytinguna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin samþykkir byggingaráformin enda séu þau í samræmi við deiliskipulag. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 44 Nefndin samþykkti að veita þremur aðilum viðurkenningar og voru þær afhentar á kvöldvöku Húnavöku þann 21. júlí sl. Bergþóri Gunnarssyni og Hrefnu Ósk Þórsdóttur, íbúum að Garðabyggð 6, var veitt viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan garð, Íslandspósti, Hnjúkabyggð 32 viðurkenning fyrir hreint og snyrtilegt umhverfi og Ingibjörgu Jósefsdóttur, Enni, fyrir snyrtilegt bændabýli. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Sameiningarviðræður sveitarfélaga í Austur - Húnavatnssýslu

1808002

Fyrir fundinum lá erindi frá Þorleifi Ingvarssyni þar sem farið er yfir stöðu sameiningarviðræðna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaga á svæðinu.
Fram kom tillaga um að Guðmundur Haukur Jakobsson og Birna Ágústsdóttir verði aðalfulltrúar og Rannveig Lena Gísladóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir verði varafullrúar Blönduósbæjar í sameiningarnefnd.
Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Skólamáltíðir skólaárið 2018 - 2019

1808004

Farið var yfir þau tilboð sem bárust í skólamáltíðir. Þrjú tilboð bárust og þar af eitt frávikstilboð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Himinsól ehf á grundvelli frávikstilboðs.

6.SSNV - Aukaársþing SSNV 2018

1808003

Aukaársþing SSNV verður haldið í Skagafrði 22. ágúst næstkomandi. Á þinginu verður skipaður starfshópur til vinnu við framtíðarskipulag samtakanna. Einn kjörinn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi verður í starfshópnum.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Rannveigu Lenu Gísladóttur sem fulltrúa Blöndusóbæjar í starfshópinn.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?