93. fundur 27. maí 2021 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar fór sveitarstjórn í skoðunarferð í núverandi húsnæði félagsstarfs eldri borgara að Þverbraut 1, fyrra húsnæði félagsstarfsins að Hnitbjörgum auk þess að skoða aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins.

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2020

2105011

Ársreikningur Blönduósbæjar 2020 síðari umræða
Á fundinum lá frammi til kynningar Endurskoðunarskýrsla 2020 frá KPMG, vegna ársreiknings 2020, en við fyrri umræðu í sveitarsjórn, 11. maí 2021, hafði Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG kynnt samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2020.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir 2020 er nú afgreiddur við fordæmalausar aðstæður þar sem Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins, líkt og annara sveitarfélaga á Íslandi. Tekjur hafa dregist saman og á sama tíma hefur kostnaður aukist, meðal annars vegna kjarasamninga sem koma inn með miklum kostnaði á árinu 2020.
Vegna þessara aðstæðna þá hefur skulda- og jafnvægisregla sveitarstjórnarlaga verið afnumin til ársins 2025, en gert er ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins nái aftur jafnvægi, eigi síðar en árin 2023 - 2024.

Við afgreiðslu og samþykkt ársreiknings Blönduósbæjar þá lagði forseti sveitarstjórnar fram eftirfarandi bókun, sem skýra helstu niðurstöður ársins 2020.

“ Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2020, A og B hluta námu alls 1.200 millj.kr., á árinu 2020 samanborið við 1.232,5millj. kr. árið áður sem er lækkun um 2,5% á milli ára, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.117,8 millj. kr.
Rekstrargjöld samstæðunnar 2020 voru alls 1.189,8 millj.kr., en voru árið áður alls 1.103,6, millj. kr., sem er um 7,8 % hækkun á milli ára.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 119.972 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 115.311 millj.kr. Rekstrarniðurstaða ársins, fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, nam 10,2 millj.kr. samanborið við 128,9 millj.kr. á fyrra ári. Framlegðarhlutfall ársins nemur 0,9% samanborið við 10,5% á fyrra ári.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 769 millj.kr., samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta en eigið fé A hluta var samtals 909,2 millj.kr. Eiginfjárhlutfall nemur 31,5 % í árslok.
Veltufé frá rekstri skv. sjóðstreymi nam 8,5 millj.kr. á árinu, samanborið við 121 millj.kr á fyrra ári. Handbært fé til rekstrar var 48,3 millj.kr á árinu samanborið við 183,6 millj.kr. frá rekstri á fyrra ári.

Handbært fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 6,3 millj.kr., en hafði verið um 33,6 millj.kr í árslok 2019
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta samtals voru í árslok 2020, 1.674,4 millj.kr. en voru 1.448,6 millj.kr. í lok árs 2019, sem er hækkun m.a. vegna lántöku til fjárfestinga við Blönduskóla og vegna mikillar hækkunar á reiknuðum lífeyrisskuldbindingum sem nema nú um 309,4 milljónum.
Skuldaviðmið, skv. skilgreiningu í reglugerð fór úr 95,1% árið 2019, í 114,4% í árslok 2020, en Skuldahlutfall, skv. skilgreiningu í reglugerð fór úr 117,5% árið 2019, í 139,5% í árslok 2020.

Skuldir Blönduósbæjar eru undir meðaltali sveitarfélaga á landinu, bæði með sk.viðmið og sk. hlutfall.
Að ofangreindu má sjá að rekstur Blönduósbæjar hefur þyngst tímabundið, bæði vegna utanaðkomandi aðstæðna, með minni tekjum og hærri kostnaði vegna kjarasamninga, en einnig vegna þeirra fjárfestinga í innviðum á undanförnum árum. Stærsta einstaka fjárfestingin er list- og verknámsbygging við Blönduskóla sem mun klárast á þessu ári þar sem heildarkostnaður er u.þ.b 350 milljónir.

Það eru þó einnig jákvæð teikn á lofti, auk þess sem heimsfaraldur virðist vera á undanhaldi, en það er umtalsverð uppbygging á bæði atvinnu- og íbúðahúsnæði á Blönduósi um þessar mundir og íbúum hefur fjölgað á 5 árum úr 876 í 957, sem er um 9,3% fjölgun, sem þegar er farið að skila sér í auknum tekjum.

Framundan eru því bæði krefjandi en einnig spennandi tímar, þar sem vinna þarf úr þeim verkefnum sem fyrir liggja, og einnig að nýta þau tækifæri sem augljóslega eru til staðar í rekstrarumhverfi okkar.

Að lokinni síðari umræðu um ársreikning Blönduósbæjar 2020 var hann borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 18:25

2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40

2105005F

Fundargerð 40. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 93. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, fór yfir drög að skóladagatali Blönduskóla veturinn 2021-2022.

    Að loknum umræðum um skóladagatalið var það borið upp og samþykkt af Fræðslunefnd með 4 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, fór yfir þær starfsmannabreytingar sem verða á starfsliði skólans.

    Auglýsingar um laus störf hafa verið birtar og verður fjöldi stöðugilda óbreyttur frá líðandi skólaári.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Fræðslunefnd leggur til að gerður verði samningur um skólamat til eins árs að undangenginni verðkönnun/útboði, þar sem fyrir liggur að ekki var gert ráð fyrir þeim búnaði sem upp á vantar í framleiðslueldhús í fjárhagsáætlun ársins 2021.

    Fræðslunefnd hvetur Byggðaráð til að gera ráð fyrir kaupum á búnaði í framleiðslueldhús í næstu fjárhagsáætlun, svo hægt verði að elda skólamat á staðnum að ári liðnu.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, Sigríður Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Barnabæjar, og Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla, kynntu þróunarverkefnið "Lærdómssamfélagið í skólum í Austur-Húnavatnssýslu".

    Markmið verkefnisins er að efla með fjölbreyttum hætti samstarf leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu.

    Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.

    Þórhalla Guðbjartsdóttir, Lilja Jóhanna Árnadóttir og Inga Sóley Jónsdóttir véku af fundi kl. 17:50.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Fyrir fundinum lá kynning á verkefninu "Skólar á grænni grein".

    Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að kynna sér verkefnið og kanna möguleika á innleiðingu þess í Barnabæ og Blönduskóla.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Sigríður Helga Sigurðardóttir kynnti skóladagatal Barnabæjar fyrir skólaárið 2021-2022.

    Að loknum umræðum um skóladagalatið var það borið upp og samþykkt af Fræðslunefnd með 4 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Sigríður Helga Sigurðardóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, fór yfir gildandi reglur um inntökualdur barna á leikskólann.

    í ljósi lengingar fæðingarorlofs sem tekið hefur gildi og til samræmingar við nágrannasveitarfélög vill Fræðslunefnd hvetja Sveitarstjórn til að kanna möguleikann á endurskoðun á reglum um inntökualdur leikskólabarna til hækkunar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn mun taka málið til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 40 Sigríður Helga Sigurðarsóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, fór yfir starfsmannamál Barnabæjar.

    Umræður urðu um starfsumhverfi stafsmanna á Barnabæ og mögulegar leiðir til að fjölga menntuðum leiksólakennurum.

    Sigríður Helga Sigurðardóttir og Kolbrún Eva Bjarkadóttir véku af fundi kl. 18:50.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 190

2105006F

Fundargerð 190. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 93. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Sigrún Hauksdóttir mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu fjármála. Rætt var um viðbótaframkvæmdir og möguleika á fjármögnun þeirra og ákveðið að skipa framkvæmdanefnd sem heldur utan um stærri framkvæmdir í sveitarfélaginu. Á næsta fundi byggðarráðs verður farið yfir stöðu allra kostnaðaliða við verknámshús. Sigrún vék af fundi klukkan 18:10 Bókun fundar Eftirfarandi tillaga kom fram um skipun nefndarmanna í framkvæmdanefnd, sem mun halda utan um framkvæmdir í sveitarfélaginu:

    Sigurgeir Þór Jónasson
    Zophonias Ari Lárusson
    Anna Margret Sigurðardóttir
    Gunnar Tryggvi Halldórsson

    Nefndin skiptir með sér verkum.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Byggðarráð fór yfir kjörskrárstofn Blönduósbæjar vegna kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar sem fram fer laugardaginn 5. júní nk. Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá Þjóðskrár 15. maí 2021. Á kjörskrá eru 648 einstaklingar, 323 karlar og 325 konur. Byggðarráð samþykkir kjörskrárstofn sem kjörskrá í sveitarfélaginu með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskrárstofni og undirrita sem kjörskrá.
    Kjörskrá sveitarfélagsins mun liggja fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33 á opnunartíma hennar til kjördags
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Sveitarstjóra ásamt Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá fyrirliggjandi samningi við Vegagerðina enda sé hann í samræmi við greiðslur til annarra landeigenda. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka vegna tekjuauka Bókun fundar Samningur um eignaskerðingu vegna Þverárfjallsvegar samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Byggðarráð samþykkir skipunina Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Sveitarstjóri leggur fram tímabundinn samning milli sveitarfélaganna og gerði grein fyrir honum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn Bókun fundar Samningur um embætti byggingarfulltrúa milli Blönduósbæjar og Húnaþings vestra samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 3.6 2105035 Bankaviðskipti
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sínum við Landsbanka Ísland um bankaviðskipti sveitarfélagsins og leggur til að sveitarfélagið færi viðskipti sín til Landsbankans. Landsbanki Íslands er nú með útibúa á Skagaströnd og Hvammstanga. Til skoðunar er að opna afgreiðslu á Blönduósi
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Byggðarráð fagnar staðfestingu á styrk að upphæð 15.000.000 vegna framkvæmda við Hrútey Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar styrkveitingunni.

    Fjármálastjóra falið að gera viðauka vegna tekjuaukningarinnar.

    Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og koma með tillögu um úrlausn
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 190 Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?