Í samræmi við samþykkt  sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 19. desember 2017, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi við Svínvetningabraut fyrir gagnaver skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð.  Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030.

Tillagan liggur frammi til kynningar frá 21. desember til 1. febrúar nk. á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is.  Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. febrúar nk. til skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni

 Bjarni Þór Einarsson,
skipulagsfulltrúi á Blönduósi

Hér má finna greinargerð með deiliskipulagi

Hér má finna yfirlitsmynd

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?