Auglýsing um skipulagsmál í Blönduósbæ

 

Aðalskipulag.

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst til kynningar skipulags- og matslýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030

Um er að ræða breytingu vegna legu Þverárfjallsvegar, nýrra efnistökusvæða og Sorpförgunarsvæðis.

 

Einnig er fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka.

Samhliða verður gerð breyting á deiliskipulagi Urðun og efnistaka í landi Sölvabakka þar sem heildarmagn urðunnar og árlegt magn urðunar er aukið.

 

 

Aðal- og  deiliskipulagsbreytingar verða til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi frá 20.05 2020 til 03.06 2020. Skipulags- og matslýsingin er aðgengileg hér.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlögð gögn til 03.06 2020. Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið byggingafulltrui@blonduos.is.

 

 

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar,

 

Þorgils Magnússon

Var efnið á síðunni hjálplegt?