23. fundur 12. apríl 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 53

1603002F

Fundargerð 53. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1,10, 1.11 og 1.13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • 1.1 1603007 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 29. janúar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 • 1.2 1603008 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð frá 26. febrúar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 • 1.3 1603006 Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 24. febrúar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
 • 1.4 1603004 Fjölbrautarskóli NV - fundargerð frá 22. febrúar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð skólanefndar Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.
 • 1.5 1602020 Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 25. febrúar 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð stjórnarfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.
 • 1.6 1603009 Húsfélagið, Hnjúkabyggð 27 - fundargerð dags. 4. mars 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Fundargerð Húsfélagsins að Hnjúkabyggð 27 á Blönduósi lögð fram til kynningar.
 • 1.7 1603010 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Grand hóteli í Reykjavík 8. apríl 2016.

  Landsþingsfulltrúi Blönduósbæjar er Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar, og mun hann mæta fyrir hönd sveitarfélagsins.
 • 1.8 1502009 Styrktarsjóður EBÍ
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Vakin er athygli á að einungis aðildarsveitarfélög EBÍ er heimilt að senda inn styrkumsókn í sjóðinn og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn.

  Lagt fram til kynningar.
 • 1.9 1603005 Boð á ársþing Ungmennasamband Austur - Húnvetninga
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Sveitarstjórn Blönduósbæjar er boðið á 99. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga sem haldið verður sunnudaginn 13. mars kl. 10:00 á Húnavöllum.

  Lagt fram til kynningar.
 • 1.10 1603003 Erindi frá Vilko ehf vegna forkaupsréttar á hlutabréfum
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Á stjórnarfundi Vilko ehf. sem haldinn var 25. febrúar sl. var lagður fram kaupsamningur milli Auðuhumlu svf. og Ámundakinnar ehf. á öllu hlutafé Auðhumlu í Vilko ehf.

  Í samþykktum Vilko ehf. kemur fram í 7. gr. að aðrir hluthafar hafi forkaupsrétt á seldum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Óskað er eftir svörum hvort að Blönduósbær hyggist nýta sér forkaupsrétt sinn.

  Byggðaráð hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • 1.11 1603002 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta - umsögn vegna leyfis
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Atla Þór Gunnarssonar kt. 030682-5489, Mánaskál 541 Blönduósi f.h. Orkunýtingar ehf. kt. 680312-0360 um leyfi til að reka gististað í flokki II. að Sturluhóli 541 Blönduósi.

  Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag
  sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • 1.12 1603011 Ljósleiðaravæðing í dreifbýli
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 Lagt fyrir fundinn drög að hönnun á ljósleiðara í dreifbýli Blönduósbæjar sem unnin var í samstarfi og samhliða hönnun á ljósleiðaratengingu í Húnavatnshreppi.

  Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að framgangi málsins.


 • 1.13 1506021 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 53 1) Erindi frá Ámundakinn ehf. (1509018)

  Ámundakinn ehf. gerir tilboð í eignarhlut Blönduósbæjar í Tækifæri hf.
  Blönduósbær hefur nú þegar tekið tilboði KEA svf. í hlut Blönduósbæjar í Tækifæri hf. Byggðaráð samþykkir að andvirði þeirrar sölu verði ráðstafað til kaupa á hlutabréfum í Ámundakinn ehf.

  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 54

1603004F

Fundargerð 54 fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.5, 2.6 og 2.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • 2.1 1603016 Norðurá bs - fundargerð dags. 8. maí 2015
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Fundargerð Norðurá bs var lögð fram til kynningar.
 • 2.2 1603017 Norðurá bs - fundargerð dags. 11. september 2015
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar.
 • 2.3 1603018 Norðurá bs - fundargerð dags. 2. október 2015
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar.
 • 2.4 1603019 Norðurá bs - dags. 9. október 2015
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Fundargerð Norðurár bs lögð fram til kynningar
 • 2.5 1508022 Framkvæmdir 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Farið var yfir undirbúning framkvæmda ársins. Verið er að vinna við endurbætur á 2 íbúðum í Hnjúkabyggð 27. Lögð voru fram tilboð í innréttingar vegna íbúðanna og var samþykkt að fela tæknideild að semja við verktaka um innréttingar og að ljúka framkvæmdum við íbúðirnar sem fyrst. Þá voru ræddar viðgerðir á Hnjúkabyggð 27 þar sem fyrirhugaðar eru verulegar framkvæmdir við lagfæringar á húsinu að utan. Stefnt er að framkvæmdum fyrir allt að 25 milljónum í ár. Byggðaráð samþykkir að taka þátt í framkvæmdunum en eignarhluti Blönduósbæjar er rúm 70%. Þá voru kynntar tillögur að endurbótum á eldhúsi og starfsmannaaðstöðu í Félagsheimlinu. Byggðaráð samþykktir að vísa framkvæmdunum til gerðar fjárhagsáætlunar 2017 en að öllum undirbúningi að framkvæmdunum verði lokið á þessu ári og stefnt að framkvæmdum í lok þessa árs og byrjun næsta árs. Búið er að panta efni vegna framkvæmda í Blönduskóla og á það að vera komið í vor áður en framkvæmdir hefjast. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • 2.6 1603021 Upplýsingamiðstöð
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Kynnt drög að kostnaðaráætlun vegna starfsmanna við rekstur upplýsingamiðstöðvar. Samþykkt að senda tillögu á nágrannasveitarfélögin um að þau komi með formlegum hætti að samstarfi um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • 2.7 1505002 Reglur leikskólans Barnabæjar, erindi frá sveitarstjóra
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 54 Byggðaráð samþykkir reglurnar. Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 55

1603007F

Fundargerð 55. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • 3.1 1603025 Veiðifélag Blöndu og Svartár - aðalfundarboð
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 55 Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár í Húnaveri laugardaginn 2. apríl kl. 13:30.

  Byggðaráð samþykkti að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

  Lagt fram til kynningar.
 • 3.2 1603026 Reiðveganefnd Neista - umsókn vegna viðhalds og lagningu reiðvega 2016
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 55 Hestamannafélagið Neisti hyggst ráðast í viðhald á reiðvegum í nágrenni Blönduósbæjar, gerð reiðvegar með Reykjabraut og halda áfram með reiðveg fram með Svínvetningabraut.

  Óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til fyrrgreindra framkvæmda fyrir árið 2016.

  Byggðaráð hafnar erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • 3.3 1603021 Upplýsingamiðstöð
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 55 Sveitarstjóri kynnti framgang vinnu við opnun upplýsingamiðstöðvar á Blönduósi.

 • 3.4 1603027 Framkvæmdir við Hnjúkabyggð 33
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 55 Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar, mætti undir þessum lið og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Hnjúkabyggð 33.
 • 3.5 1510017 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 55 Engin önnur mál.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 56

1604003F

Fundargerð 56. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 4.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • 4.1 1603011 Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 56 Karl Hálfdánarson, sérfræðingur í lagningu ljósleiðara, mætti á fundinn og gerði grein fyrir hönnun á ljósleiðaratengingum í dreifbýli Blönduósbæjar, kostnaði vegna þeirra og styrkveitingum fjarskiptasjóðs til sveitarfélagsins.

  Byggðaráð samþykkti að senda inn umsókn um styrk til fjarskiptasjóðs vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli Blönduósbæjar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar byggðaráðs staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17

1603003F

Fundargerð 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir .51, 5.2, 5.3, 5.4, 5.5, 5.7 og 5.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við Ámundakinn ehf. Nefndin staðfestir áður samþykkt byggingaráform. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Nefndin samþykkir að tekin verði saman skipulagslýsing fyrir verkefnið þar sem teknir verða saman upplýsingar ásamt þarfagreiningu með tilliti til staðhátta og landslags samanber 30. grein í lögum nr. 123/2010. Í framhaldi af því verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Umsókninni um breytta notkun er hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Valgarður Hilmarsson vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við Ámundakinn ehf. Nefndi samþykkir framlögð byggingaráform og breytta notkun varðandi fyrsta áfanga. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Nefndin samþykkir að taka til endurskoðunar deiliskipulagið í Brautarhvammi vegna staðsetningar á brú út í Hrútey og skoða hvort þörf sé á öðrum breytingum á skipulagssvæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með húsakönnunina og þá vinnu sem liggur að baki henni.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Fundargerð 8. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

6.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 18

1604001F

Fundargerð 18. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 6.1, 6.2 og 6.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 18 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 18 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 18 Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og að senda hana umsagnaraðilum, kynna á heimasíðu Blönduósbæjar og auglýsa í fjölmiðlum í samræmi við skipulagslög 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 18 Nefndin samþykkir að ræða umferðarmál nánar á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 23. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2016 með 7 atkvæðum.

7.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 8

1604002F

Fundargerð 8. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 23. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1,3, 1.4 og 1.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 8 Nefndinni hefur borist erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þar sem þess er farið á leit við Blönduósbæ að lausaganga búfjár, á vegsvæði þjóðvegar 1, í sveitarfélaginu verði bönnuð. Landbúnaðarnefnd lýsir til tilbúna til að mæla með því, að því tilskyldu að Vegagerðin leggi til fjármuni vegna stofnkostnaðar og viðhalds veggirðinga með þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu. Skilyrt þarf jafnframt að vera að um verði að ræða netgirðingar til að tryggja að þær verði fjárheldar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir aðkomu að samningum sveitarfélagsins við Vegagerðina, þegar þar að kemur.
 • 7.2 1506021 Önnur mál
  Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 8 Landbúnaðarnefnd hvetur búfjáreigendur í sveitarfélaginu til að ganga betur um rúlluplast á sínum vegum.

8.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar

1603011

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?