94. fundur 15. júní 2021 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir 1. varaforseti
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Hjálmar Björn Guðmundsson eftir því að 2 málum verði bætt á dagskrá og verða það mál númer 7 og 8.

Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Endurskoðun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar

1611018

Frestað erindi frá 92. fundi sveitarstjórnar er varðar tillögu sveitarstjóra um viðmið launa kjörinna fulltrúa
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir laun kjörinna fulltrúa í samanburði við önnur sveitarfélög og kynnti tillögu sína um endurskoðun þeirra.

Laun kjörinna fulltrúa hafa ekki verið hækkuð frá því í október 2017.

Tillaga sveitarstjóra borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 191

2106002F

Fundargerð 191. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 192

2106003F

Fundargerð 192. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 192 Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu
    framkvæmda og þau gögn sem send höfðu verið út fyrir fundinn.
    * Yfirlit yfir framkvæmdir ársins og það sem bæst hefur við.
    * Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Blönduskóla, það sem búið er að framkvæma og það sem nú er í vinnslu og er framundan.
    * Þá var farið yfir búnaðarlista fyrir verknámsdeildina og að hvaða leyti hann væri inná fjárhagsáætlun eða væri fjármagnaður.
    * Rætt um þá rýnivinnu sem unnin hefur verið við stækkun leikskólans og hvernig þeirri vinnu yrði haldið áfram.
    * Farið yfir þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um breytingar á Félagsheimilinu í því plássi sem nú er undir Skjólið sem fellst í klæðningu á norðurvegg og endurnýjun á gluggum.
    * Ákveðið að fara í framkvæmdir við endurnýjun á vatnslögn til Enni með tilfærslu fjármagns úr öðru verkefni.
    * Vinna hafin við undirbúning á gatnagerð og lagnir fyrir framkvæmdir við Miðholtið og Ægisbraut.
    * Framkvæmdir við Hrútey er á áætlun en næst er að hífa brú á nýja stöpla en stefnt er að því að því verði lokið fyrir lok júní.
    * Rætt almennt um stöðuna og tekin verði saman fyrir næsta fund áætlun um viðbótarkostnað vegna framkvæmda og hvernig það verður fjármagnað.
    * Þá var rætt um að samræma beiðnir um verk og skráningu þeirra.


    Verkefni og skipulag nýrrar framkvæmanefndar: Eftir umræðu þá var þá var ákveðið að nefndin verði til samráðs við allar helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og vinni með eigna- og framkvæmdasviði fyrir hönd byggðaráðs og sveitarstjórnar. Sveitarstjóri vinni erindisbréf fyrir nefndina og boði til fyrsta fundar. Formaður nefndarinnar verður Zophonías Ari Lárusson.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 192 Vegurinn verður heflaður á næstunni en frekari viðgerðir verða síðar.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74

2106005F

Fundargerð 74. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina voru liðir 1-4 bornir upp og staðfestir af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. Liður 5 er ekki borinn upp þar sem honum var vísað aftur til nefndar til frekari úrvinnslu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Nefndin samþykkir skiltin
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Nefndin vill taka til skoðunar skipulagsmál m.a. til að skoða næstu uppbyggingarkosti fyrir mismunandi starfssemi svo sem íbúðarbyggð, athafnasvæði, frístundabyggð og skógrækt umhverfis þéttbýlið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Zophanías Ari vék af fundi undir þessum lið. Tillaga lögð fram um að samþykkja erindið. Samþykkt með 2 atkvæðum(ABF, SÞJ), 1 greiddi atkvæði gegn tillögunni(JÖS)og 1 sat hjá (AMS) Bókun fundar Guðmundur Haukur Jakobsson vék af fundi undir þessum lið.

    Gunnar Tryggvi Halldórsson bar fram eftirfarandi tillögu:

    "Þar sem ég tel ljóst af gögnum málsins að um tvíþætt erindi sé að ræða, annars vegar umsókn um byggingarleyfi og breytingu á deiliskipulagi hins vegar þá legg ég til að erindinu verði vísað aftur til Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar til frekari úrvinnslu."

    Tillagan borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum (AMS, JÖS, GTH), einn greiddi atkvæði gegn tillögunni (SÞJ) tveir sátu hjá (HBG, ABF)

5.Brunavarnir Austur - Húnvetninga

2001022

Fundargerð Byggðasamlags um Brunavarnir í A-Hún frá 15.6.2021 lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Brunavarnir Austur - Húnvetninga

2001022

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Brunavörnum Austur- Húnavatnssýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Austur- Húnvetninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Austur- Húnvetninga. Sveitarstjórnin veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til þess að klára breytingar og innréttingar á nýrri slökkvistöð BAH., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Brunavörnum A-Hún., til annarra opinberra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

7.Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar

1506010

Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar
Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar:

a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Guðmund Hauk Jakobsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Hjálmar Björn Guðmundsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margreti Sigurðardóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ó-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamenn:
Arnrún Bára Finnsdóttir af L-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Jón Örn Stefánsson af Ó-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða


Tillaga kom fram um Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista sem formann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillaga kom fram um Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista sem varaformann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

e)Breytingar á aðalmönnum Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar
Fram kom tillaga um að í stað Magnúsar Vals Ómarssonar sem aðalmanns af Ó-lista komi Auðunn Steinn Sigurðsson.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

f) Breytingar á Jafnréttisnefnd
Í samræmi við tilkynningu frá Jafnréttisstofu um breytngar á jafnréttislögum eru sérstakar Jafnréttisnefndir lagðar niður og hlutverk hennar færð til Byggðaráðs. Er þetta í samræmi við afgreiðslu frá 185. fundi Byggðaráðs frá 23.3.2021.

8.Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Blönduósbæjar

1506011

Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, leggur til að sveitarstjórn fari í sumarleyfi frá 1. júlí 2021 til 17. ágúst 2021.

Sérstakur aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn 29. júní þar sem farið verður yfir stöðu sameiningarmála og byggðasamlaga.

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?