48. fundur 10. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Brynja Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Ósk um leyfi frá störfum sveitarstjórnar

1804005

Valgarður Hilmarsson óskar eftir leyfir frá störfum í sveitarstjórn meðan hann gegnir störfum sveitarstjóra. Fyrsti varamaður L-listans tekur við hans sæti í sveitarstjórninni.
Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar 10.04.2018. Með 4 atkvæðum, 3 sitja hjá HR,OMG og SB.

2.Lánasjóður sveitarfélga - lánssamningur

1804006

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum Sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 105.000.000., - með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélga. Er lánið tekið til uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð og endurfrjármögnunar afb. eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Valgarði Hilmarssyni kt. 290847-48569 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar með 4 atkvæðum 3 sátu hjá HR, OMG og SB.

3.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Valgarður Hilmarsson fór yfir helstu verkefni sveitarstjóra eftir 10 daga í starfi.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 112

1803004F

Fundargerð 112. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

  • 4.1 1803014 Skúlabraut 19
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá verðmat á fasteignina og setja íbúðina í söluferli. Bókun fundar Borist hefur eitt tilboð í eignina. Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboðinu ef ekki kemur hærra tilboð innan tímamarka. Staðfest á 48.fundi sveitarstjórnar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir þessum lið og Anna Margrét Jónsdóttir kom í hans stað.

    Kæra vegna ákvarðana Skipulags-umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar í málum er varða Brimslóð 10A og Brimslóð 10C á Blönduósi.

    Byggðaráð samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara kærunni.

    Bókun fundar ZAL vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu á þessum lið. Staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar 10.04.2018 samþykkt með 6 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Ársþing SSNV verður haldið þann 6. apríl 2018 í Skagabúð í Austur-Húnavatnssýslu.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2018 verður haldinn föstudaginn 23. mars 2018 kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 112 Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 113

1803005F

Fundargerð 113. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 113 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla hefur óskað eftir 1 árs námsleyfi frá störfum. Á fundi sínum þann 12. mars sl. samþykkti byggðaráð námsleyfið.

    Byggðaráð samþykkir að óska eftir tillögu fræðslunefndar á tilhögun vegna ráðningar skólastjóra fyrir komandi skólaár.
  • 5.2 1803017 Kaupsamningur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 113 Kaupsamningur Blönduósbæjar við Hjört Karl Einarsson vegna ræktaðs lands nr. 209, landnúmer 145254 og ræktað land nr. 210, landnúmer 145255 lagður fram.

    Byggðaráð samþykkir samninginn.

    Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.






    Bókun fundar Um er að ræða 19336 fm.lands og Kaupverð er uppá 473.041 kr. Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum. HR situr hjá. Sveitarstjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa kostnaðar.
  • 5.3 1510017 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 113 Byggðaráð vill þakka Arnari Þór Sævarssyni fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum á vettvangi.

6.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40

1804001F

Fundargerð 40. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40 Valgarður Hilmarsson og Jakob Jónsson véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla. Nefndin fellst á breytingar á lóðinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi. Bókun fundar ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ingólfi Daníel Sigurðssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40 Nefndin hafnar því að veita byggingarleyfi fyrir þessari framkvæmd þar sem breytingin er ekki í samræmi við annað útlit hússins. Bókun fundar Staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum 1 á móti HR.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40 Samþykkt er að gera breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 í þéttbýlinu á Blönduósi við Húnabæ sem stendur efst við Þingbraut. Þar er skilgreindur nýr reitur fyrir athafnasvæði A4. Tillagan er samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010
    Bókun fundar Staðfst á 48. fundi sveitarstjórnar 10.04.2018 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 40 Deiliskipulag fyrir gagnaver á Blönduósi var samþykkt á fundi nefndarinnar 7. febrúar sl. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að ekki væri brugðist með fullnægjandi hætti við ábendingum frá Landsneti og Rarik. Skipulagsfulltrúi fór yfir athugasemdina og með hvaða hætti verði brugðist við henni.
    Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar með 5 atkvæðum HR á móti og SB situr hjá.

7.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 27

1804002F

Fundargerð 27. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 27 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri er að fara í árs námsleyfi.
    Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að samið verði við Þuríði Þorláksdóttur, aðstoðaskólastjóra, að leysa Þórhöllu af til eins árs. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að, gangi sú ráðning eftir, verði auglýst staða aðstoðaskólastjóra til eins árs.
    Bókun samþykkt samhljóða.

    Farið yfir starfsmannamál í Blönduskóla almennt.
    Bókun fundar Staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum HR situr hjá.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 27
    Samningur um skólaakstur er að renna út í lok þessa skólaárs. Búið er að framlengja núverandi samning tvisvar samkvæmt heimildum og því þarf að fara nýtt útboð fyrir næsta skólaár.

    Fræðslunefnd leggur til að skólastjóri og sveitastjóri vinni að útboði á skólaakstri fyrir komandi skólaár.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 27 Samningur um skólamáltíðir rennur út í lok yfirstandandi skólaárs. Samningurinn hefur verið framlengdur samkvæmt ákvæði, í tvígang.

    Fræðslunefnd leggur til við sveitastjórn að ráðinn verði matráður við Blönduskóla og maturinn verði matreiddur í eldhúsi skólans.

    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga frá Oddnýju Maríu Gunnarsdóttur um að skólamáltíðir verði settar í útboð felld með 4 atkvæðum og 1 með OMG og HR,ZAL sat hjá.
    Afgreiðsla:Sveitarstjórn felur byggðarráði og sveitarstjóra að skoða málið með kostnað í huga. Samþykkt með 5 atkvæðum OMG og ZAL sátu hjá.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 27 Bréf frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu dags. 28. nóvember 2017, lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?